Fréttir
19.2.2009
Raf- og raftækjaúrgangur
SART efndi til kynningarfundar fyrir félagsmenn um förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs fimmtudaginn 12. febrúar sl. í Borgartúni 35. Alþingi samþykkti lög um þetta í lok maí á síðasta ári og er með þeim lögð ábyrgð á herðar innflytjendum og framleiðendum raf- og rafeinda-tækja, s.k. framleiðendaábyrgð, að bera fjárhags- og framkvæmda-lega ábyrgð á förgun raftækjaúrgangs sem skila má án endurgjalds á söfnunarstöðvar sveitarfélaga um allt landið.
RR-SKIL er félag sem fyrirtæki sem falla undir lögin stofnuðu að frumkvæði hagsmunasamtaka í atvinnulífinu á sl. sumri til þess að yfirtaka áðurnefnda framleiðendaábyrgð félagsmanna og annast flutninga og förgun raftækjaúrgangs fyrir þeirra hönd. RR-SKIL starfa samkvæmt starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er eina sk. skilakerfið sem hefur hlotið slíkt leyfi.
Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri RR-SKILa gerði á fundinum grein fyrir hlutverki hinna ýmsu aðila sem koma að söfnun, geymslu, flutningum og úrvinnslu raftækjaúrgangs, en í síðasta verkliðnum getur bæði verið um að ræða endurnýjun, endurnotkun eða niðurrif og förgun. Fram kom að áætlaður innflutningur þeirra tækja og búnaðar sem falla undir lögin skv. úrskurði Umhverfisstofnunar á yfirstandandi ári er um 7 þús. tonn og skilin rúm 1.500 tonn alls eða um 21%.
Lögin stefna að því að skilin verði 6 kg á íbúa árlega, en mikil lækkun í sölu raftækja og skilum á þessu ári miðað við síðasta ár veldur því að skilin eru áætluð tæp 5 kg á íbúa á árinu. Fram kom einnig að kostnaður við ráðstöfun raftækjaúrgangsins væri talsverður og mun hann væntanlega koma fram í vöruverði. Einungis fáir af félagsmönn-um SART munu þurfa að gerast aðilar að RR-SKILum vegna inn-flutnings síns.
ÁRJ
Samstarfsaðilar
Smelltu á mynd til að fara á vef