Beint á leiðarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

3.2.2009

Um eignarréttarfyrirvara

Í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum velta menn fyrir sér hvaða ráðum hægt sé að beita gagnvart verkkaupa sem ekki stendur í skilum og jafnvel stefnir í gjaldþrot. Í byggingarbransanum er efni oft stór partur af því sem tapast þegar illa fer og því er spurt hvort eignar-réttarfyrivari sé haldbært úrræði ?

Almennt um eignarréttarfyrirvara:
Með eignarréttarfyrirvara er átt við að seljandi vöru lýsir því yfir við kaup að hann sé eigandi vöru uns hún hefur verið greidd að fullu.  Hann getur þá tekið vöruna til sín aftur ef greiðslufall verður og á einnig rétt á að fá vöru afhenta sér ef kaupandinn er úrskurðaður gjaldþrota. 

Seljandinn þarf að geta sýnt fram á það með ótvíræðum hætti að varan hafi verið seld með eignarréttarfyrirvara og þarf fyrirvarinn því að koma fram í skriflegum kaupsamningi.  Ekki er fullnægjandi að eignar-réttarfyrirvari komi eingöngu fram á reikningi fyrir vöruúttekt.  A.m.k. verður að gera þá kröfu að á reikningnum komi skýrt fram að varan sé seld með eignarréttarfyrirvara og hvaða skilmálar gilda um hann. Þá þarf kaupandi að kvitta á reikninginn athugasemdalaust og þar með samþykkja eignarréttarfyrirvarann. 

Misjafnt er hversu haldgóð trygging eignarréttarfyrirvari er. Sumar vörur kunna að vera þannig að þær séu óendurheimtanlegar þar sem þær hafa eyðst eða tæknilegir erfiðleikar útiloka endurheimtingu. Raflagnaefni kann t.a.m. að hafa verið “blandað” við aðra vöru, þannig að ekki sé lengur hægt að greina þar í milli.

Ef fullnægjandi eignarréttarfyrirvari er fyrir hendi getur seljandi með samþykki kaupanda fjarlægt vöruna. Sé kaupandi hinsvegar ósamþykkur slíku verður seljandi að leita atbeina opinberra aðila til að fá vöruna leysta til sín. Vöruna má þá endurheimta á grundvelli eingarréttarfyrirvarans með innsetningargerð sem framkvæmd er af sýslumanni.

Samantekt:
Til þess að eignarréttarfyrirvari geti verið gildur þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

* Samningur skriflegur og gerður ekki síðar en samtímis afhendingu. 
* Tilgreina verður nákvæmlega þau verðmæti sem fyrirvarinn nær til. 
* Seljandi verður að vera eigandi hlutarins að fullu (annars vanheimild)
* Fyrirvarinn gildir aðeins varðandi vörur sem tilteknar eru.
* Kaupandi sé í vanskilum með afborganir af hinu selda.

Hæpið er að ganga út frá því að eignarréttarfyrirvari gildi fortakslaust sem trygging í öllum viðskiptum þar sem ýmis atriði kunna að koma til skoðunar.  Þannig verður að skoða hvert einstakt tilfelli og meta hvort rétt er að grípa til aðgerða á grundvelli eignarréttarfyrirvarans komi til vanskila, eða hvort til greina kemur að beita öðrum vanefndaúrræðum.

Með hliðsjón af ofanrituðu gætu menn notað eftirfarandi eignarréttar-fyrirvara á reikninga og samninga:
Hið selda er eign xxxxx ehf. þar til það hefur verið að fullu greitt. Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eingarréttinn fyrr en fullnaðargreiðsla hefur verið innt af hendi.

ÁRJ


Samstarfsaðilar

Smelltu á mynd til að fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóðin þín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborð

Minna letur Stærra letur Veftré