Beint á leiðarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

7.3.2008

Ályktun aðalfundar SART, 2008

Aðalfundur SART, Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði sem haldinn er á Grand Hótel Reykjavík þann 7. mars 2008, samþykkir eftirfarandi ályktun:

Í frumvarpi til laga um mannvirki sem lagt hefur verið fram á Alþingi er mælt fyrir flutningi  rafmagnsöryggismála frá Neytendastofu til nýrrar stofnunar Byggingarstofnunar og styður fundurinn þá ráðstöfun eindregið.

Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir því að skipta markaðseftirliti með rafföngum í tvo hluta þ.e.a.s. eftirlit með neyslutækjum s.s. brauðristum , ísskápum o.s.frv. verði hjá Neytendastofu en eftirlit með rafföngum sem tilheyra byggingum og iðnaði verði hjá Byggingastofnun.

Fundurinn mótmælir þessum áformum harðlega þar sem þau munu leiða til þess að innflytjendur raffanga munu sæta tvöföldu eftirliti, annars vegar frá hendi Neytendastofu og hins vegar frá Byggingarstofnun.

Þessi fyrirætlan mun einungis leiða til óvissu og óöryggis, ásamt ómarkvissari stjórnsýslu. Jafnframt brýtur hún í bága við markmið laga um opinberar eftirlitsreglur en með gildistöku þeirra var leitast við að tryggja að opinberir eftirlitsaðilar íþyngdu fyrirtækjum ekki um of með starfsemi sinni, að dregið yrði sem mest úr skrifræði í samskiptum borgaranna við stjórnvöld og að óþarfa laga- og reglugerðarákvæði yrðu afnumin.

Reykjavík 7. mars 2008
F.h. aðalfundar SART
Jens Pétur Jóhannsson, formaður


Samstarfsaðilar

Smelltu á mynd til að fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóðin þín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborð

Minna letur Stærra letur Veftré