Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

9.9.2007

Raflagnir í hjól- og fellihýsum, húsbílum og tjaldvögnum.

Eins og flestum er kunnugt ţá hefur á undanförnum árum hjólhýsum, húsbílum, fellihýsum og tjaldvögnum fjölgađ gríđarlega hér á landi. Í mörgum gerđum ţessara öku- og tengitćkja eru raflagnir og ţá fylgir ţeim einnig töluvert af ýmis konar rafmagnstćkjum.

Í sumar heimsóttu sérfrćđingar öryggissviđs Neytendastofu nokkur fyrirtćki sem selja tćki af ţessu tagi og könnuđu ástand ţeirra. Ţá hafa stofnuninni borist í sumar nokkrar ábendingar vegna raflagna og búnađar í hjólhýsum og húsbílum og í sumum tilfellum hefur raflögnum ţeirra veriđ breytt.

Af ţessu tilefni sendi Neytendastofa bréf til allra ţeirra sem selja hjól- og fellhýsi, húsbíla og tjaldvagna og áréttađi ađ slík tćki yrđu ađ uppfylla settar reglur á rafmagnsöryggissviđi.

Öll rafföng sem markađssett eru á Íslandi skulu uppfylla ákvćđi um öryggi sem fram koma í reglugerđ um raforkuvirki, ásamt ákvćđum um rafsegulsviđssamhćfi (EMC) sem sett eru fram í reglugerđ um sama efni, nr. 146/1994. Ţessar reglur eiga einnig viđ um ţau rafföng sem seld eru međ ofangreindum öku- og tengitćkjum.

Ţá verđur frágangur raflagna í hjól- og fellihýsum, húsbílum og tjaldvögnum ađ vera í samrćmi viđ ákvćđi reglugerđar um raforkuvirki og einungis löggiltir rafverktakar geta tekiđ ađ sér, setningu, breytingar og viđgerđir raflagna og raffanga.

Neytendastofa hefur í hyggju ađ fylgja síđan málinu eftir í haust og láta faggiltar skođunarstofur kanna raflagnir og rafbúnađ hjól- og fellihýsa, húsbíla og tjaldvagna sem seld eru hér á landi.

Frétt frá öryggissviđi Neytendastofu


Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré