Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

1.6.2007

Samkeppni Orkuveitunnar viš rafverktaka į almennum markaši

Orkuveita Reykjavíkur gerir fyrirtækjum og sveitafélögum tilboð í útilýsingar, m.a. á svæðum sem ekki geta talist til gatna, stíga eða vega. Hér er um að ræða svæðislýsingar, skrautlýsingar og flóðlýsingar, þar sem OR gerir tilboð í heildarpakkann. Spurningar vakna um hvort þessi starfsemi fyrirtækisins brjóti ekki á bága við samkeppnislög og lög nr.146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.
Ķ auglýsingunni “Ljós í tilveruna” sem nálgast má á vef Orkuveitunnar segir m.a.: “Verkfræðideild Orkuveitunnar sér um að hanna lýsinguna og skipuleggur hvernig skuli staðið að verki. Framkvæmdadeild Orkuveitu Reykjavíkur sér svo um að ná í allan nauðsynlegan búnað, setur lýsinguna upp og annast eftirlit og viðhald á búnaðinum”. Samtök rafverktaka SART, telja að verkefni sem þessi heyri ekki undir öryggisstjórnunarsvið Orkuveitunnar. Ef svo er, þá er verkefnið komið út á hinn almenna markað og þá þarf löggiltur rafverktaki að vera skráður fyrir verkinu.

Samkeppnislög
SART hefur áður gagnrýnt Orkuveitu Reykjavíkur fyrir að stunda samkeppni við rafverktaka á almennum markaði. Þá bauð Orkuveitan út smíði á lágspennuskápum og verkstæði Orkuveitunnar sjálfrar gerði tilboð í verkið við hlið fyrirtækja í rafiðnaði. Í svari forstjóra Orkuveitunnar við þeirri gagnrýni kom fram að rekstur deilda hafi verið aðgreindur reikningslega og fjárhagslega og að sameiginlegum kostnaði væri skipt á deildir fyrirtækisins. Fullyrt var að aðskilnaðurinn væri í samræmi við samkeppnislög og lög nr. 139/2001 um Orkuveituna. Þrátt fyrir þessi svör forstjórans er það skoðun SART að ávallt megi deila um meðgjöf deildanna og í útboðum geti aðrir þátttakendur ekki treyst því að keppt sé á jafnréttisgrundvelli og að tilboð (deilda) Orkuveitunnar endurspegli raunkostnað.

Deildir OR ekki sjálfstæðir lögaðilar
Ljóst er að deildir Orkuveitunnar eru ekki sjálfstæðir lögaðilar og geta því ekki verið viðsemjendur í verksamningum. Þær njóta ekki rétthæfis og geta ekki átt aðild að dómsmáli. Fjárnám verður ekki gert hjá einstökum deildum heldur standa eignir Orkuveitunnar til fullnustu kröfum. SART er þeirrar skoðunar að af  þessum sökum sé það “Orkuveita Reykjavíkur” eða “Orkuveita Reykjavíkur sf.” sem í raun geri tilboð í verk á almennum markaði en ekki einstaka deildir. Eðlilegt sé gagnvart verkkaupa að Orkuveitan komi fram undir réttu firmaheiti en ekki undir nöfnum deilda.

Nær væri að OR stóryki útboð
Žátttaka Orkuveitunnar á almennum tilboðsmarkaði er til þess fallinn að skaða markaðinn vegna þeirrar tortryggni sem óhjákvæmilega verður í garð opinbers stórfyrirtækis á borð við Orkuveituna. Samtök rafverktaka telja það ranga þróun að opinbert fyrirtæki hasli sér völl á markaði þar sem mikil samkeppni er fyrir. Nær væri að Orkuveitan drægi saman rekstur deilda og stóryki útboð á verkum. Það myndi virkja  samkeppni enn frekar.

Rafverktakar verðmætir sölumenn rafmagns
Fullyrða má að rafverktakar séu meðal mikilvægustu viðskiptavina Orkuveitunnar. Þeir eru milligöngumenn raforkusölunnar til hins almenna neytanda og tryggja að allt sé rétt tengt og orkunotkun mælist rétt. Það er vegna ábendinga frá þeim sem SART gerir athugasemdir nú.

Hver er stefna OR ?
Nauðsynlegt er að samtök rafverktaka hafi góðar upplýsingar um hver stefna Orkuveitunnar er í þessum málaflokki. Mikilvægt er að samtökin miðli réttum upplýsingum til sinna félagsmanna. SART hefur því óskað eftir frekari skýringum frá Orkuveitunni um þessi mál.

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré