Fréttir
8.2.2007
Námskeiðaröð SA um starfsmannamál - skráning stendur yfir
SA halda á næstunni námskeið um starfsmannamál fyrir félagsmenn sína, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Boðið verður upp á almenn námskeið um túlkun og framkvæmd kjarasamninga og námskeið um nýjungar í kjarasamningum og lögum og sérhæfða þætti starfsmannamála. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 13. febrúar í Húsi atvinnulífsins en fullbókað er á fyrsta námskeiðið.
Farið verður yfir helstu reglur sem þarf að hafa í huga við ráðningar og uppsagnir starfsmanna, veikindi, orlof, framsetningu launa o.fl. sem reynir á bæði við stjórnun starfsmanna og launaútreikning. Námskeiðið er ætlað þeim sem fara með starfsmannamál, þ.m.t. starfsmenn í launavinnslu.
Námskeiðið verður haldið í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 á 6. hæð
Skráning og nánari upplýsingar á vef SA
Samstarfsaðilar
Smelltu á mynd til að fara á vef