Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

4.7.2006

Er vísitala raflagna mćld rétt ?

Viđ skođun á ţróun byggingarvísitölu frá desember 2003 til maí 2006 kemur í ljós ađ ósamrćmi er töluvert milli iđngreina. Ef bornar eru saman vísitölur fyrir múrverk, pípulögn, málun og raflögn kemur í ljós ađ vísitala raflagna hćkkar minnst. 

Ţróun vinnuliđar er hugsanlega innan skekkjumarka, ţó munar ţremur og hálfu prósenti hvađ vinnuliđur múrverks hefur hćkkađ meira en vinnuliđur málunar. Ef litiđ er til efnisliđa er munurinn ótrúlega mikill. Efnisliđur múrverks hefur hćkkađ um 19,5 % á tímabilinu međan efnisliđur raflagna hefur ekki hćkkađ nema um tćp 5%. Ţar munar hvorki meira né minna en rúmum 14%. Hagstofan hefur engar haldbćrar skýringar á takteinum, ađferđum viđ öflun verđupplýsinga hefur ekki veriđ breytt og grunnforsendur vísitöluhúsanna eru óbreyttar.

Getgátur eru uppi um ađ samsetning fyrirtćkjahópa sem gefa upplýsingar til Hagstofunnar um verđ á efni til húsbygginga geti haft áhrif á niđurstöđurnar. Veriđ geti ađ lćkkun gengis á tímabilinu hafi skilađ sér fyrr og betur í lćgra verđi raflagnaefnis, ţar sem fyrirtćkin starfi á tiltölulega ţröngu sviđi í mikilli samkeppni. Ef ţađ er niđurstađan ćtti hćkkun gengisins nú ađ skila sér jafn fljótt og örugglega til hćkkunar á ţeim vöruflokkum og ţá til hćkkunar á vísitölu raflagna. Ţá má einnig velta fyrir sér hvort ekki sé samkeppni á markađi ţeirra fyrirtćkja sem gefa Hagstofunni upp verđ á efni, t.d. til múrverks.

Niđurstöđur sem ţessar gefa allavega tilefni til ađ fylgst verđi vel međ ţróun byggingar-vísitölunnar nćstu misserin. 

Hćkkun vísitölu frá desember 2003 til maí 2006
Samanburđur, múrverk, pípulögn, málun og raflögn,
ásamt allri vinnu og efni í vísitölunni.  

Vinnuliđir

Efnisliđir

Bygg.vísitalan

Múrverk

14,00%

19,50%

17,00%

Pípulögn

13,00%

12,00%

12,50%

Málun

10,50%

8,50%

9,50%

Raflögn

13,00%

5,00%

9,00%

(Međaltal 4. greina)

(12,50%)

(11,00%)

(12,00%)

Öll vinna

15,00%

 

Allt efni

14,00%

Bygg.vísitala, alls

17,00%


Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré