Beint á leiðarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

20.12.2005

Nýtt hjá Rafiðnaðarskólanum

Í Rafiðnaðarskólanum er undirbúningur að starfi vorannar í fullum gangi. Nýr náms­vísir er væntanlegur strax eftir áramótin og námskrá vorannar er komin inn á heimasíðu skólans. Ný námskeið á vorönn eru meðal annars:

Tölvunetlangir – hönnun lagnavinna og mælingar.
Á námskeiðinu er fjallað um efnisval fyrir tölvunet og fjallað sérstaklega um CAT-strengi og ljósleiðarastrengi. Mikil áhersla er lögð á handverkið í þessu námskeiði og hluti námskeiðsins er verk­legur þar sem þátttakendur tengja upp netkerfi eftir ströngustu reglum. Þá fá þáttak­endur þjálfun í að mælia tölvunetkerfi og læra að gera úttektarskýrslu.

Námskeiðið Ljósleiðaratækni sem var best sótta námskeið síðustu annar heldur áfram nú á vorönn. Þetta námskeið fjallar um virkni ljósleiðarans, lagningu, ásamt tengi­vinnu og samsetningu ljósleiðara. Þetta námskeið er gert að fyrirmynd KT-skól­ans í Danmörku og er samstarfsverkefni Rafiðnaðarskólans og Orkuveitu Reykja­vík­ur.

Hönnun loftnetskerfa , lagnavinna og mælingar. Eins og nafnið bendir til er á þessu námskeiði fjallað um hönnun loftnetskerfa, með áherslu á kerfi fyrir stórar byggingar. Þá er sérstök áhersla lögð á lagnamálin og kennt að nýta mælitækin til að skila fullkominni úttektarskýrslum fyrir kerfi.

Öll þessi námskeið eru mjög vel búin kennslutækjum og má það sérstaklega þakka félögum rafiðnaðarmanna sem veittu skólanum styrk til mælitækja­kaupa fyrir þessi námskeið, auk þess sem innflytjendur lagnaefnis hafa verið skól­anum mjög hjálplegir varðandi tengiefni til verkefna.

Sjá nánar á vef skólans


Samstarfsaðilar

Smelltu á mynd til að fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóðin þín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborð

Minna letur Stærra letur Veftré