Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

2.11.2004

Brunar og slys vegna rafmagns áriđ 2003

Í nýútkominni skýrslu Löggildingarstofu kemur fram ađ hátt í 60% rafmagnsbruna á heimilum er vegna vegna eldavéla og sjónvarpa. Rafiđnađarmönnum finnst ástćđa til ađ árétta ađ í flestum ţessara tilfella er rafmagniđ ekki beinn orsakavaldur heldur röng umgengni og međferđ ţessara annars ágćtu heimilistćkja.

Eignatjón vegna eldsvođa af völdum rafmagns er áćtlađ um 300 milljónir kr. áriđ 2003, segir í ársskýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys af völdum rafmagns áriđ 2003 sem kom út í dag. Löggildingarstofa áćtlar ađ brunar tengdir rafmagni hafi á árinu veriđ um 850, en skráđir brunar hjá stofnuninni eru 80 talsins.  Fćkkađi brunum nokkuđ á milli ára og tjón dregst verulega saman

Ađgćsluleysi og gleymska viđ notkun eldavéla algengasta ástćđa bruna og talin valda um 200 milljón kr. eignatjóni árlega ađ međaltali
Flestir brunar tengdir notkun rafmagns urđu vegna gleymsku eđa ađgćsluleysis viđ notkun eldavéla, (23%) og vegna bilana í sjónvarpstćkjum, (20%).  Á heimilum er vćgi ţessara tćkja enn hćrra, en hvort tćki kemur viđ sögu í 29% heimilisbruna.  Ţvottavélar voru í ţriđja sćti, en ađrir einstakir brunavaldar voru fátíđari. 

Áćtlar Löggildingarstofa ađ brunar vegna eldavéla hafi veriđ um 200 á árinu og eignatjón samfélagsins ţeirra vegna numiđ um 70 milljónum kr. á síđasta ári. Ţađ er ţó verulega minna tjón en međaltal undanfarinna ára, sem taliđ er ađ hafi numiđ liđlega 200 milljónum kr.til jafnađar árlega einungis vegna eldavélabruna.

Utan heimila eru brunar út frá rafmagnstöflum og dreifikerfum algengastir rafmagnsbruna, (20%).

Brunum vegna bilunar í sjónvarpstćkjum fjölgar
Skráđum brunum vegna sjónvarpa fjölgađi talsvert á árinu en ţeir hafa fram til ţessa veriđ talsvert fćrri en eldavélabrunar, en voru álíka margir á síđasta ári.  Of snemmt er ađ segja til hvort um varanlega aukningu sé ađ rćđa, en sjónvarpstćkjum hefur fjölgađ mjög síđustu ár og notkun ţeirra vaxiđ.

Ekkert dauđsfall varđ á árinu vegna rafmagnsbruna eđa slyss af af völdum rafmagns.  Síđustu 10 árin hafa andlát í rafmagnsslysum veriđ 0,3 ađ jafnađi ár hvert og um 0,2 vegna rafmagnsbruna.  Í skýrslunni kemur fram ađ langflest rafmagnsslys (77%) má rekja til mannlegra mistaka, ađgćsluleysis og rangra vinnubragđa.

Skýrslan er byggđ á rannsóknum Löggildingarstofu á brunum og slysum vegna rafmagns, en á árinu tók Löggildingarstofa ţátt í rannsóknum 80 bruna sem reyndust vera vegna rafmagns. Áćtlar stofnunin ađ ţađ séu um 11% allra rafmagnsbruna á árinu og ađ rannsóknirnar nái til flestra alvarlegri bruna og slysa.

Skýrsluna má nálgast á vef Löggildingarstofu  www.ls.is


Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré