Tilkynning frá Ákvæðisvinnustofu

Ný útgáfa af ákvæðisvinnukerfinu

 

Síðustu árin hefur verið í smíðum viðbót við ákvæðisvinnukerfið þannig að auk þess að skrá ákvæðisvinnu og gera hana upp sé hægt að gera tilboð og kostnaðaráætlanir í kerfinu.
Til að undirbúa þessa viðbót reyndist nauðsynlegt að endurraða Ákvæðisvinnugrunninum út frá sjónarhóli efnis í stað vinnu sem áður var miðað við. Endurraðaði Ákvæðisvinnugrunnurinn inniheldur sömu vinnueiningar og áður en nú eru þær flokkaðar öðruvísi, í flestum tilfellum þó mjög svipað og var í gamla grunninum.
Síðustu mánuði hefur ný útgáfa kerfisins sem býður upp á þetta verið prófuð og er nú tilbúin til notkunar. Þegar eru nokkrir notendur sem tóku þátt í prófunum farnir að nota nýju útgáfuna og geta þá skipt á milli nýju útgáfunnar og gömlu og notað hvora sem er við skráningu og uppgjör ákvæðisvinnu. Þann 1. júní verður hins vegar lokað á gömlu útgáfuna og eftir það verður einungis hægt að skrá í nýju útgáfunni.

Rafmennt verður með námskeið fyrir notkun á nýrri útgáfu ákvæðivinnukerfis þátttakendum að kostnaðarlausu á eftirfarandi dagsetningum :
18.apríl  kl.08.30 – 12.30 , staðbundin kennsla að Stórhöfða 27
22.apríl  kl.08.30 – 12.30 , fjarkennsla í gegnum Teams

Hér er hlekkur fyrir skráningar