Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

13.1.2004

Orlofshśs rafverktaka - jafnt aš sumri sem vetri

Orlofshús rafverktaka er staðsett í fallegu umhverfi í landi Ásgarðs í Grímsnesi, ekki langt frá Álftavatni. Hitaveita, heitur pottur, sólpallar og baðhús gerir það að verkum að húsið er vinsæll hvíldarstaður jafnt að sumri sem vetri.   

Húsið stendur nokkuð hátt með góðu útsýni til allra átta m.a. yfir "Fljótið helga" en svo kallaði Tómas Guðmundsson skáld Sogið. Landið er kjarri vaxið og auðvelt er að finna skjól í hraunbollum allt í kringum húsið.

Húsið er veglega búið húsgögnum ásamt eldhús- og borðbúnaði fyrir 12 manns. Svefnsstæði og sængur eru fyrir 5 en auk þess er svefnloft með dýnum sem auðveldlega rúma 7 til viðbótar. Þá fylgir húsinu kolagrill, gasgrill og garðhúsgögn.  Á  grasflötinni framan við  húsið eru rólur og sandkassi fyrir börn á öllum aldri. 

Yfir sumartímann er húsið leigt eina viku í senn, frá föstudegi til föstudags en į veturna er húsið einnig leigt um helgar (föstudag til sunnudags/mánudags). Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu SART.

Nánari upplýsingar má lesa á innraneti 

Sækja um>  sart@sart.is 

Vetrarmyndir
smellið á þær til að stækka....


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré