Test frétt

Verkfæragjald reiknast sem 6% af tímakaupi í dagvinnu frá 1. apríl 2020 og greiðist sama fjárhæð fyrri alla unna tíma. Orlofslaun eru greidd á verkfæragjald. Tilgreina skal verkfæragjald sérstakleg á launaseðli.
Heimilt er atvinnurekanda að semja um að hann leggi til verkfæri samkvæmt verkfæraskrá og falla þá verkfærapeningar niður, enda sé viðkomandi sveinn því samþykkur.

Bókun vegna verkfæragjalds rafvirkja:
Samhliða breytingu á deilitölu fyrir dagvinnu og upptöku yfirvinnu 1 og 2 þann 1. apríl 2020 breytist verkfæralisti rafvirkja þar sem tiltekin slitverkfæri (yfirstrikuð a lista) falla út og verkfæragjald reiknast sem hlutfall af dagvinnukaupi. Á sama tíma hækkar verkfæragjaldið í 6,0 %.
Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að ekki sé greitt verkfæragjald í veikindum eða á lögbundnum frídögum (rauðum dögum).