Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

20.11.2002

Röng notkun eldavéla algengustu brunarnir

Komin er út skýrsla Löggildingarstofu yfir bruna og slys af völdum rafmagns áriđ 2001.
Í skýrslunni eru upplýsingar um bruna og slys sem rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu tók ţátt í ađ rannsaka áriđ 2001. Fram kemur í skýrslunni ađ stofnunin áćtlar ađ rafmagnsbrunar hafi veriđ 887 talsins á árinu og eignatjón vegna ţeirra numiđ um 850 milljónum króna.

Röng notkun eldavéla algengustu brunarnir
Algengast er ađ rafmagnsbrunar verđi í íbúđarhúsnćđi, en ţar urđu 62% allra bruna. Orsök bruna var í 46% tilvika vegna rangrar notkunar. Í 42% tilvika var orsökin bilun eđa hrörnun í búnađinum sjálfum, en í 11% tilvika vegna lausra tenginga sem valda neistamyndun.

Brunar vegna eldavélum voru langalgengasta einstaki flokkur rafmagnsbruna, en 37% allra rafmagnsbruna voru vegna ţeirra. Nánast allir eldavélabrunar verđa vegna mannlegra orsaka, svo sem ađgćsluleysis og rangrar notkunar. Dćmigert er ađ pottur gleymist á eldavélarhellu.

Nćst algengustu rafmagnsbrunarnir, eđa 16%, voru vegna rafmagnstöflu og raflagna í neysluveitum en orsök ţeirra var jöfnum höndum lausar tengingar og bilanir. Ađrir algengir upprunastađir bruna eru ísskápar, ţvottavélar, uppţvottavélar, lausataugar, rafeindatćki (oftast sjónvarpstćki), lampar og ýmis varmamyndandi tćki, međ á bilinu 1-5% rafmagnsbruna hver.

Međ réttri notkun hefđi mátt koma í veg fyrir stóran hluta rafmagnsbruna (46%). Gera má ráđ fyrir ađ orsök ţeirra rafmagnsbruna sem ekki eru skráđir hjá Löggildingarstofu skiptist á svipađan hátt og í skráđum brunum og hefđi ţví mátt koma í veg fyrir u.ţ.b. 400 tjón á síđasta ári međ réttri notkun og ađgćslu, eđa liđlega eitt tjón á dag ađ jafnađi.

80% rafmagnsslysa vegna mannlegra orsaka
Löggildingarstofa rannsakar og skráir upplýsingar um slys af völdum rafmagns. Sl.áratug urđu 0,3 banaslys vegna rafmagns ađ međaltali ár hvert, en eitt banaslys varđ á síđasta ári. Flest slysanna urđu vegna mannlegra orsaka, eđa 80%. Ţriđjungur hinna slösuđu voru rafveitumenn, tćpur fjórđungur rafiđnađarmenn en tćpur helmingur leikmenn.

 Skýrsluna má nálgast á skrifstofu Löggildingarstofu, einnig á vefslóđ www.ls.is.


Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré