Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

2.12.2015

Tilnefningar til Ķslensku lżsingarveršlaunanna 2015

Ljóstæknifélag Íslands óskar eftir tilnefningum í samkeppni um Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn síðastliðin vetur við hátíðlega athöfn í Perlunni í tengslum við Vetrarhátíð. Samtímis stóð LFÍ ásamt samstarfsaðilum fyrir dagskrá alla helgina í Perlunni við frábærar undirtektir.

23.11.2015

Desemberuppbót 2015

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 78.000. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof.

1.10.2015

Haustferš FLR, föstudaginn 9. október nk.

Haustferð Félags löggiltra rafverktaka verður farin föstudaginn 9. október nk. Ekið verður austur að Sogi og stöðvarnar á Írafossi og Ljósafossi heimsóttar í boði Landsvirkjunar. Þá verður farið í Veiðisafnið á Stokkseyri og endað í Rauða húsinu á Eyrarbakka, þar sem boðið er uppá bjórkynningu frá Ölversholti og rafmagnaðan kvöldverð í boði Rafport ehf.

17.9.2015

Félögin žrjś samžykkja kjarasamninginn

Nú liggur fyrir að rafvirkja-félögin þrjú sem felldu kjarasamning SART-SA / RSÍ , þ.e.a.s. félögin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi hafa samþykkt samninginn í annari atkvæðagreiðslu. Samningarnir hafa því verið samþykktir af öllum aðildarfélögum RSÍ. 

1.9.2015

Rafmagn er daušans alvara

Mannvirkjastofnun hefur látið útbúa upplýsingarit um slys af völdum rafmagns. Ritið var unnið í góðu samstarfi við hagsmunaaðila á rafmagnssviði, þ.e. Samtök rafverktaka, Samorku og Rafiðnaðarsamband Íslands. Ritið er ætlað fagmönnum sem starfa á rafmagnssviði og inniheldur almennar upplýsingar um rafmagnsslys og rétt viðbrögð við þeim.

27.8.2015

Kjarasamningur - verfęragjald

Undirritaður hefur verið kjarasamningur við RSÍ vegna þeirra aðildarfélaga sem felldu kjarasamninginn frá júní sl., þ.e. Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, Rafiðnaðarfélags Suðurnesja og Rafiðnaðarfélags Norðurlands.

24.7.2015

Kjarasamningur – spurningar og svör

Borist hafa fyrirspurnir frá félagsmönnum SART vegna kjarasamnings SART og RSÍ. Þrátt fyrir sumarfrí og lokun skrifstofu hefur verið leitast við að svara símtölum og tölvupóstum varðandi samningana. Ákveðið var að safna saman fyrirspurnum og svörum og birta hér á vefnum.

19.7.2015

Rafvirkjar fella samning SART-SA/RSĶ

Nú liggur fyrir að þrjú félög rafvirkja, þ.e.a.s. á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi felldu nýgerðan kjarasamning SART-SA og RSÍ. Því kemur ekki til launabreytinga hjá þessum félögum að sinni. Eftir sumarleyfi verður farið í viðræður við félögin sem felldu samningana, en stefnan í kjarasamningum fyrir næstu ár hefur verið mótuð og óhjákvæmilegt að ógerðir kjarasamningar lúti þeirri leiðsögn sem fyrir liggur.

10.7.2015

Nżja SART/RSĶ launataflan ekki sambęrileg žeirri gömlu

Undirrituð hefur verið ný SART/RSÍ launa-taxta-tafla með valkvæðum launatöxtum. Nýja taflan er án verkfæragjalds og því er nýja og gamla taflan alls ekki sambærilegar. Auk þess er flokkum raðað upp frá nýjum og hærri grunni en áður var, vegna sérstakrar hækkunar lágmarkstaxta nær greiddum launum. Žví getur vinnuveitandi ekki fært starfsmann inn í sama launaflokk og hann var í þeirri gömlu heldur verður að finna honum nýjan og í öllum tilfellum lægri flokk í nýju töflunni.

10.7.2015

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa SI verður lokuð 13. júlí til og með 31. júlí en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst. Hvað varðar upplýsingar um kjarasamninga þá verður einnig svarað í síma hjá SA í síma 591-0000. Þá geta félagsmenn SART sent tölvupóst á asbjorn@si.is eða hringt í Ásbjörn í síma 824-6126 og mun hann bregðast við eftir bestu getu.   

6.7.2015

Helstu žęttir nżrra kjarasamninga SA og išnašarmanna - Leišbeiningar um framkvęmd

Žann 22. júní sl. undirrituðu Samtök atvinnulífsins kjarasamninga við sex sambönd og félög iðnaðarmanna. Samið var um sömu launabreytingar og samið hafði verið áður um við félög verkafólks og verslunarmanna. Launabreytingar koma til framkvæmda við næstu launaútborgun eftir að samningar hafa verið samþykktir, afturvirkt frá 1. maí sl. Niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir 15. júlí nk.

4.5.2015

Nįmskeiš ķ umbótum til aukinnar framleišni

Ķ stefnumótun SART til ársins 2018 er lögð áhersla á mikilvægi þess að auka framleiðni í rafiðnaði. Hvatt er til þess að farið verði í  viðræður við RSÍ um bætt vinnusiðferði sem leitt geti til betri nýtingu vinnutíma. Í kjaraviðræðum þessa dagana er framleiðnin ofarlega á lista beggja vegna borðs. Orð eru til alls fyrst en einhverstaðar verður að byrja. SART hefur því í samvinnu við SI og Rafiðnaðarskólann sett upp "Námskeið í umbótum til aukinnar framleiðni"

9.4.2015

Morgunveršarfundur FLR og SART - Kjarasamningar

Næsti morgunverðarfundur FLR og SART verður haldinn miðvikudaginn 15. apríl nk. í Borgartúni 35, 1. hæð,  "KVIKU". Fjallað verður um stöðu kjaramála, og kynntar niðurstöður úr könnun SART um sama efni. Gestir fundarins verða Þorsteinn Víglundsson og Ragnar Árnason frá SA.

9.4.2015

Kjarasamningar, kröfugerš RSĶ og išnašarmanna

Iðnaðarmenn hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð sína. Þar er farið fram á 20% almenna hækkun launa og að byrjunarlaun iðnaðarmanns með sveinspróf verði 381.326.- kr. á mánuði. Þá hefur Rafiðnaðarsamband Íslands lagt fram sérkröfur sínar í almennum kjarasamningum, aðrar en um launaliðinn.  

10.2.2015

Framśrskarandi fyrirtęki ķ rafišnaši

Síðast liðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komust á listann af þeim 32.691 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7%.

10.2.2015

Félagfundur FLR, fimmtudaginn 12. febrśar nk.

FLR - Félag löggiltra rafverktaka boðar til félagsfundar fimmtudaginn 12. febrúar n.k. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 35,  1. hæð "KVIKU" og hefst kl. 17:00

3.2.2015

Įr ljóssins er hafiš: Ķslensku lżsingarveršlaunin

Ljóstæknifélag Íslands mun afhenda Íslensku lýsingarverðlaunin á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Perlunni laugardaginn 7. febrúar. Innsendar tillögur í Íslensku lýsingarverðlaunin verða til sýnis auk 60 ára afmælissýningar LFÍ.

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré