Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

29.1.2012

Launahękkanir 1. febrśar 2012

Launahækkanir 1. febrúar 2012 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru þær að kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 11.000 kr. á mánuði og að ráðningarsamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 3,5%.

28.1.2012

Stutt nįmskeiš ķ gerš įhęttumats

Rafiðnaðarskólinn býður nú uppá stutt námskeið í gerð áhættumats. Námskeiðið var undirbúið í samvinnu við SART og Vinnueftirlitið og miðast við rekstur rafiðnaðarfyrirtækja. Námskeiðið er á dagskrá skólans þann 9. febrúar nk. kl. 9-12 árdegis.

27.1.2012

Nįmskeišiš: Rekstur smįfyrirtękja:

Námskeiðið snýst um grundvallaratriði er varða rekstur fyrirtækis. M.a. er fjallað um sölu- og markaðsmál, rekstrar- og fjárhagsáætlanir ásamt skattamálum. Horft er til viðskiptaáætlana og/eða viðskiptahugmynda (módela). Þetta námskeið er auglýst dagana 13 og 14 febrúar nk. frá kl.: 13:00 til 17:00, í húsnæði Rafiðnaðarskólans. Reiknað er með að þetta verði þrjú skipti og ræðst að sjálfsögðu af þátttöku á fyrsta hluta námskeiðsins.

11.1.2012

Styrkir til vinnustašanįms eša starfsžjįlfunar voriš 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

6.1.2012

Fjöldi ķbśša ķ byggingu

Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Niðurstaðan er að íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar eru 1175 talsins og hafin er bygging á 244 íbúðum til viðbótar.

4.1.2012

Nżtt įr markar tķmamót hjį SART

Um áramótin hófst nýr kafli í rúmlega 60 ára sögu Samtaka rafverktaka, en þá gengu samtökin í Samtök iðnaðarins. Við inngöngu í SI er SART ekki lengur beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins heldur munum við tengjast þeim í gegnum SI. Það fyrsta sem félagsmenn SART verða varir við er að skrifstofu SART verður lokað, Anna María mun hætta störfum og Ásbjörn verður starfsmaður SI. Hann mun nú sem fyrr annast störf fyrir félagsmenn SART auk þess að taka þátt í starfi fyrir önnur félög tengd byggingariðnaði.

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré