Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

10.12.2012

Desemberuppbót rafišnašarmanna 2012, kr.50.500

Desemberuppbót rafiðnaðarmanna fyrir árið 2012 er kr. 50.500,- og miðast við fullt starf. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira, fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

30.11.2012

Įkvęši um 100% endurgreišslu į viršisaukaskatti framlengt

Ríkisstjórnin hefur lagt bandorminn fram og þar er lagt til að ákvæði um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti við vinnu á byggingastað verði framlengt um ár.

27.11.2012

Raunkostnašur śtseldrar vinnu - nįmskeiš fyrir rafverktaka ķ Rafišnašarskólanum

Námskeiðið er fyrir þá sem selja út vinnu, efni og tæki. Stuðst er við forritið TAXTA sem gerir þátttakendum kleyft að átta sig á einfaldan hátt á því hver raunkostnaður er að baki útseldri vöru og þjónustu. Taxti er líkan sem byggir á raunverulegum tölum um kostnað úr eigin rekstri.

1.11.2012

Ašalfundir ašildarfélaga SART

Aðalfundur FLR - Félags löggiltra rafverktaka verður haldinn í Rafiðnaðarskólanum, föstudaginn 9. nóvember nk. kl. 16:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins flytja erindi sem hann kallar " Aukin framleiðni - Stærsta viðskiptatækifærið". Þá mun Guðmundur Kærnesteð kynna nýja rafverktakagátt Mannvirkjastofnunar.

8.10.2012

Nżjar reglur um klęr og tengla til heimilisnota

Mannvirkjastofnun hefur í hyggju að gefa út nýjar reglur um klær og tengla til heimilis- og ámóta nota. Reglunum er fyrst og fremst ætlað að eyða óvissu varðandi gerð klóa og tengla sem miða skal við hér á landi, þ.e. mál sem þessi búnaður skal standast.

2.10.2012

Haustferš ķ Bśšarhįls

Įrleg haustferð FLR og SART var farinn föstudaginn 28. september sl. Að þessu sinni var haldið í Búðarhálsvirkjun þar sem starfsmenn ÍSTAKS og Landsvirkjunar tóku á móti hópnum með kaffi og kruðum. Að því loknu leiddu þeir rafverktaka um svæðið og skýrðu frá framkvæmdum í máli og myndum. Úr Búðarhálsi lá leiðin í Vatnsholt í Flóa þar sem snæddur var kvöldverður í boði Rafport ehf. Að vanda var ekkert slegið af í mat og drykk og hafi þeir Rafport menn miklar þakkir fyrir.

26.9.2012

Rįšstefna um LED tęknina, lżsing hönnun og stżringar

Miðvikudaginn 3. október býður Jóhann Ólafsson & Co upp á einstakt tækifæri til að læra af erlendum sérfræðingum frá OSRAM, TRAXON og SITECO. Kynnt verður notkun og möguleikar, sem LED tæknin býður upp á, til lýsingar, lýsingarhönnunar og ljósastýringar.

21.9.2012

Saman veita SART og SI félagsmönnum betri žjónustu

Við inngöngu SART í Samtök iðnaðarins um síðustu áramót opnuðust ýmsar nýjar leiðir til aukinnar þjónustu við félagsmenn. Hér verður minnst á nokkur atriði sem við teljum mjög mikilvæg okkar félagsmönnum og jafnframt bendum við á þjónustu samtakanna sem við hvetjum rafverktaka til að kynna sér vel.

10.9.2012

Morgunveršarfundur um glóperuna

Glóperubann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu því 1. september 2012 verður bannað að selja allar hefðbundnar glærar glóperur skv. Evróputilskipun 244/2009. Þó er heimilt að selja birgðir sem eru til og þær eru talsverðar hér á landi að sögn peruheildsala. Því þykir við hæfi að taka glóperuna og spurninguna um hvað komi í hennar stað til umfjöllunar á fyrsta morgunverðarfundi haustins

11.7.2012

Samkomulag SART og Mannvirkjastofnunar vegna ĶST 200:2006

Ķ nóvember 2007 voru gerðar breytingar á reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971 (1160/2007) í þá veru að felldir voru burtu tæknlegir hlutar hennar en þess í stað vísað til ákvæða íslenskra staðla við hönnun og setningu raforkuvirkja og neysluveitna. Einn af fyrrgreindum stöðlum var ÍST 200:2006 sem fjallar um raflagnir bygginga.

9.7.2012

Styrkir til vinnustašanįms eša starfsžjįlfunar haustiš 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

4.7.2012

Reglugerš um žjónustuašila brunavarna, óįsęttanleg fyrir rafverktaka.

Žann 8. nóvember 2011 tók gildi reglugerð nr. 1067 um þjónustuaðila brunavarna. Í kynningu sem Mannvirkjastofnun sendi SART í tölvupósti þann 23. maí sl. segir: „ Athygli er vakin á ákvæðum nýrrar reglugerðar um þjónustuaðila brunavarna. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja að þjónusta vegna brunavarna sé af viðunandi gæðum og með þeim hætti að brunavarnir séu að fullu virkar á hverjum tíma. Sívaxandi fjöldi mannvirkja er búinn ýmiskonar búnaði sem er ætlað að tryggja öryggi í mannvirkinu bæði fyrir líf og eignir.

17.5.2012

Remake Electric dafnar vel

Upplýsinga- og hátæknifyrirtækið ReMake Electric hefur undanfarið verið í samstarfi við franskan stórframleiðanda raföryggisvara við að fullþróa vörur sínar fyrir raforkumælingar. Er nú ReMake á lokastigum þess að ganga frá nýjum samningi við franska framleiðandann eftir árangursríkt samstarf. Samningurinn er hugsaður til þess að koma vörum ReMake Electric í sölu á alþjóðlegum markaði að því er kemur fram í samtali við Hilmi Inga Jónsson, framkvæmdastjóra félagsins. Vörurnar verða kynntar undir merkjum franska framleiðandans en með samningnum ættu vörur ReMake að geta orðið leiðandi á heimsmarkaði fyrir heimili og fyrirtæki að mati Hilmis Inga.

8.5.2012

Fundasyrpa SART og SI

Eins og kunnugt er gengu Samtök rafverktaka til liðs við Samtök iðnaðarins um síðustu áramót. Af því tilefni blása SART og SI til fundasyrpu í júní þar sem kynnt verður fyrir rafverktökum hvað þeim stendur til boða í nýju umhverfi. Haldnir verða fundir í öllum aðildarfélögum SART og eru allir rafverktakar velkomnir,  jafnt félagsmenn sem utan félags.

2.5.2012

Vel heppnuš ferš į sżninguna ķ Frankfurt

SART stóð fyrir hópferð á "Light and building" sýninguna í Frankfurt þann 16.-19. apríl sl. Ferðin var vel undirbúin í góðu samráði við byrgja hér heima og þótti takast mjög vel. Ekki skemmdi fyrir að hótelið sem rafverktakarnir gistu á var nánast inn á sýningarsvæðinu sem sparaði bæði tíma og ferðalög. Á myndinni eru rafverktakar í góðum félagsskap annara íslendinga á leið í óvissuferð.

19.3.2012

Stofnun og rekstur smįfyrirtękja

Námskeiðið snýst um grundvallaratriði er varða rekstur fyrirtækis. M.a. er fjallað um sölu- og markaðsmál, rekstrar- og fjárhagsáætlanir ásamt skattamálum. Horft er til viðskiptaáætlana og/eða viðskiptahugmynda (módela). Námskeiðið verður haldið 23-24 apríl og seinni hluti 7-8 maí  kl. 13:00 til 17:00  ef næg þátttaka fæst.

6.3.2012

Ašalfundur SART į Grand Hótel Reykjavķk 16.mars nk.

Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 16. mars nk.
Fundurinn hefst kl. 09:00 árdegis með aðalfundarstörfum. Að venju verður hádegisverður í boði Reykjafells, Rönning og Smith & Norland í Setrinu. 

1.3.2012

Ķslandsmót išn- og verkgreina 2012

Ķslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 9. – 10. mars. Mótið hefst kl. 9.30 föstudaginn 9. mars og lýkur kl. 16.00 næsta dag.

23.2.2012

Byggingarstjórar halda rétti sķnum til starfsleyfis, en žurfa aš sękja um aš nżju

Menn velta því fyrir sér hvort iðnmeistarar sem höfðu réttindi byggingastjóra samkvæmt eldri lögum/reglugerð haldi þeim réttindum með tilkomu nýrra laga/reglugerðar. Hér skal leitast við að svara því.

7.2.2012

Kynningarfundir um nżja byggingarreglugerš

Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og í framhaldi af því fór fram umfangsmikil vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar, sem nú hefur verið undirrituð. Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun standa því fyrir sjö kynningarfundum um nýja byggingarreglugerð, sem hér segir:

29.1.2012

Launahękkanir 1. febrśar 2012

Launahækkanir 1. febrúar 2012 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru þær að kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 11.000 kr. á mánuði og að ráðningarsamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 3,5%.

28.1.2012

Stutt nįmskeiš ķ gerš įhęttumats

Rafiðnaðarskólinn býður nú uppá stutt námskeið í gerð áhættumats. Námskeiðið var undirbúið í samvinnu við SART og Vinnueftirlitið og miðast við rekstur rafiðnaðarfyrirtækja. Námskeiðið er á dagskrá skólans þann 9. febrúar nk. kl. 9-12 árdegis.

27.1.2012

Nįmskeišiš: Rekstur smįfyrirtękja:

Námskeiðið snýst um grundvallaratriði er varða rekstur fyrirtækis. M.a. er fjallað um sölu- og markaðsmál, rekstrar- og fjárhagsáætlanir ásamt skattamálum. Horft er til viðskiptaáætlana og/eða viðskiptahugmynda (módela). Þetta námskeið er auglýst dagana 13 og 14 febrúar nk. frá kl.: 13:00 til 17:00, í húsnæði Rafiðnaðarskólans. Reiknað er með að þetta verði þrjú skipti og ræðst að sjálfsögðu af þátttöku á fyrsta hluta námskeiðsins.

11.1.2012

Styrkir til vinnustašanįms eša starfsžjįlfunar voriš 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

6.1.2012

Fjöldi ķbśša ķ byggingu

Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Niðurstaðan er að íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar eru 1175 talsins og hafin er bygging á 244 íbúðum til viðbótar.

4.1.2012

Nżtt įr markar tķmamót hjį SART

Um áramótin hófst nýr kafli í rúmlega 60 ára sögu Samtaka rafverktaka, en þá gengu samtökin í Samtök iðnaðarins. Við inngöngu í SI er SART ekki lengur beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins heldur munum við tengjast þeim í gegnum SI. Það fyrsta sem félagsmenn SART verða varir við er að skrifstofu SART verður lokað, Anna María mun hætta störfum og Ásbjörn verður starfsmaður SI. Hann mun nú sem fyrr annast störf fyrir félagsmenn SART auk þess að taka þátt í starfi fyrir önnur félög tengd byggingariðnaði.

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré