Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

22.12.2011

Skrifstofa SART um jól

Skrifstofa SART verður lokuð á Þorláksmessu og þriðjudaginn 27. desember. 

21.12.2011

Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Félag dúklagninga- og veggfóđrarameistara ganga til liđs viđ SI

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Múrarameistarafélags Reykjavíkur (MM) og Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara (FDV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Helgi Magnússon, formaður SI, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sigurður Heimir Sigurðsson, formaður MM og Jón Ólafsson, ritari FDV skrifuðu undir samningana. Samtökin fagna þessum góða liðsauka og vænta mikils af auknum styrk og samtakamætti félaga í byggingariðnaði.

29.11.2011

Sérstakt álag á desemberuppbót fyrir áriđ 2011

Skv. kjarasamningi SART/SA og RSÍ er desemberuppbót fyrir árið 2011 kr. 48.800,- Auk þess greiðist sérstakt álag, eingreiðsla kr. 15.000,-.  Þeir sem greiða orlofs- og desemberuppbætur jafnóðum samkvæmt launatöflu þurfa því að greiða kr. 15.000,- eingreiðslu að auki. Um eingreiðsluna gilda sömu lögmál og um desemberuppbótina þ.e.a.s. hú greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og/eða starfshlutfall.

18.11.2011

SART og SI sameinast

Í dag var staðfestur samningur um sameiningu SART, Samtaka rafverktaka og SI, Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon, formaður SI og Jens Pétur Jóhannsson, formaður SART skrifuðu undir samninginn á skrifstofu SI síðdegis í dag.

10.11.2011

Auka-ađalfundur SART, föstudaginn 18. nóvember nk.

Auka-aðalfundur SART verður haldinn föstudaginn 18. nóvember nk. Eina mál fundarins er að afgreiða með formlegum hætti inngöngu Samtaka rafverktaka í Samtök iðnaðarins, sem öll aðildarfélög SART hafa nú þegar samþykkt. Að loknum fundi verður undirritað samkomu-lag SART og SI varðandi sameininguna.

8.11.2011

Morgunverđarfundur fimmtudaginn 10. nóvember nk.

Á morgunverðarfundi SART sem haldinn verður í Borgartúni 35, 6.hæð fimmtudaginn 10. nóvember nk. verður viðfangs-efnið, Lög um mannvirki og drög að nýrri byggingarreglugerð. Fjallað verður um ábyrgð iðnmeistara og byggingarstjóra og þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Friðrik Á. Ólafsson starfsmaður SI á byggingarsviði mun fara fara yfir stöðu mála. Fundurinn stendur frá kl. 08:45 til 10:00.

1.11.2011

Haustferđ FLR

Árleg haustferð rafverktaka var farin föstudaginn 28. október sl. Sextíu rafverktakar mættu til leiks sem er metþátttaka. Byrjað var í Hellisheiðarvirkjun í boði OR. Þaðan lá leiðin í HÖRPUNA þar sem leindardómar tæknirýma voru kannaðir í þaula. Ferðin endaði síðan á Thorvaldsens Bar þar sem snæddur var kvöldverður í boði Rafport. Rafverktakar þakka fyrir góðar mótttökur og rausnarlega kvöldstund.  

25.9.2011

Stelpurnar slá í gegn ...

Í fyrsta skipti ná tvær ungar konur besta árangri í öllum þáttum sveinsprófa, bæði í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Ágústa Ýr Sveinsdóttir rafvirki og Sylvía Dagsdóttir rafeindavirki sópuðu til sín öllum verðlaununum og skutu strákunum ref fyrir rass.

21.9.2011

Ađalfundir ađildarfélaga SART

Aðalfundir aðildarfélaga SART verða haldnir á tímabilinu 23. september til 14. október nk. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður tekin til umræðu og afgreiðslu tillaga um sameiningu SART og Samtaka iðnaðarins. Nánari dagskrá fundanna hefur verið send öllum félagsmönnum.

19.9.2011

Ţjónusta Orkuveitunnar á almennum markađi ?

Á vef Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fyrirtækið kynnir vöruframboð sitt má finna eftirfarandi upplýsingar: "Orkuveitan hefur áratugareynslu af uppsetningu og viðhaldi útiljósa og því er tilvalið að bjóða þessa þjónustu á almennum markaði. Í raun er boðið upp á tvær leiðir, annars vegar hönnun og uppsetningu og hins vegar eftirlit og viðhald. Þessir kostir henta vel fyrirtækjum sem vilja snyrtilegt og vel upplýst umhverfi fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn án nokkurs umstangs vegna eftirlits og viðhalds."

12.9.2011

Loftnetsmóttaka á RÚV - ódýrasti valkosturinn

Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað í fjölmiðlum um sjónvarpsmóttöku í Reykjavík og þá sérstaklega móttöku á ríkissjónvarpinu RÚV. Fyrir tveimur árum voru afnotagjöldum RÚV breytt í nefskatt sem allir íslendingar verða að greiða, sem orðnir eru 16 ára gamlir. Árgjaldið á einstakling er um 17.200 kr, sem er greiðsla fyrir Sjónvarpið og hljóðvarpsrásirnar Rás-1 og Rás-2 sem allt eru opnar rásir.

9.9.2011

Morgunverđarfundur fimmtudaginn 15. september

Á morgunverðarfundi fimmtudaginn 15. september kl. 08:45-10:00 í Borgartúni 35, 6. hæð, mun Leifur Gústafsson kynna nýtt áhættumat fyrir rafverktaka sem Vinnueftirlitið og SART hafa unnið í sameiningu. Gögn vegna áhættumatsins hafa verið sett inn á vef SART.

30.8.2011

Styrkir til vinnustađanáms

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

24.8.2011

Rafverktakar sjá á eftir sínum bestu mönnum

Velta rafverktaka dróst saman um 5,5,% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sá litli bati sem varð á árinu 2010 er þar með genginn til baka. Þessar niðurstöður eru mikil vonbrigði og ekki í takt við væntingar. Fyrirheit stjórnvalda vegna nýgerðra kjarasamninga um að blása lífi í verklegar framkvæmdir eru að engu orðin rétt eins og stöðugleikasáttmálinn á sínum tíma.

9.8.2011

Ertu í stuđi ?

"Ertu í stuði?" gengur út á að ná til einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum ekki lokið skólanámi í rafiðngrein, greina stöðu þeirra, meta færni þeirra og kunnáttu sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins og gefa þeim kost á að ljúka því iðnnámi sem þeir hófu á sínum tíma.

5.7.2011

Rafsegulssviđs-mengun og flökkustraumar

Umræða um áhrif rafsegulsviðsmengunar á heilsu fólks hefur farið vaxandi. Því er jafnvel haldið fram að fari rafsegulsviðsmengun upp fyrir tiltekin mörk aukist líkur á sjúkdómum, þótt ekki hafi tekist að sanna slíkar fullyrðingar.

4.7.2011

Sumarlokun skrifstofu SART, 18. júlí - 8. ágúst

Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa SART lokuð frá 18. júlí. Opnum aftur mánudaginn 8. ágúst.

14.6.2011

Leggur ţú ţitt af mörkum?

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og embætti Ríkisskattstjóra hafa ákveðið að taka höndum saman og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Athyglinni verður beint sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum og áhersla lögð á að svört atvinnustarfsemi, undanskot á launatengdum gjöldum og brot og kjarasamningum sé skaðleg fyrir alla hlutaðeigandi og samfélagið í heild sinni.

14.6.2011

Erlendu lánin ólögleg

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Landsbankans gegn þrotabúi Mótormax. Deilt var um lán, sem Landsbankinn taldi að fæli í sér skuldbindingu í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum en gengistryggt og þar með ólöglegt.

1.6.2011

Fundir í ađildarfélögum SART

Stjórn SART boðar til funda í aðildarfélögum SART þar sem kynntar verða viðræður SART og SI - Samtaka iðnaðarins, um sameiningu samtakanna. Fundirnir verða sem hér segir:

25.5.2011

Rafiđnađarsambandiđ samţykkir kjarasamningana

Á fundi kjörstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands miðvikudaginn 25. maí 2011 voru talin atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og Samtök rafverktaka. Á kjörskrá voru 2267, atkvæði greiddu 598 eða 26,38%.

21.5.2011

Kynningarfundir um drög ađ nýrri byggingarreglugerđ

Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun standa á næstunni fyrir tveim kynningarfundum um drög að nýrri byggingar-reglugerð: Fimmtudag 26. maí kl. 10.00 - 12.00 á Grand Hóteli í Reykjavík (hægt er að fylgjast með þessum fundi í streymi á vefsíðu Mannvirkjastofnunar).

21.5.2011

Námskeiđ um ábyrgđ byggingarstjóra

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að námskeið fyrir verðandi byggingarstjóra verður haldið hjá Iðunni að Skúlatúni 2 þann 28. maí nk. kl. 9:00 - 16:00. Skráning og nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Iðunnar, http://www.idan.is/ eða hafa samband í síma 590 6400. Einnig má finna nánari upplýsingar í viðhenginu hér að neðan um námskeiðið.

17.5.2011

Samtök atvinnulífsins samţykkja nýja kjarasamninga

Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem SA undirrituðu við ASÍ og flest landssambönd þess þann 5. maí, fór fram í vikunni 9.-13. maí meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 75% greiddra atkvæða, 21,5% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 3,5% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 57%.

6.5.2011

Yfirlýsing frá SART og Mannvirkjastofunun

Vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um raforkuvirki í nóvember 2007 hafa SART og Mannvirkjastofnun gefið út sameiginlega yfirlýsinu til húsbyggjenda og verkkaupa þar sem bent er á að umræddar breytingar geta haft aukin kostnað í för með sér við lokafrágang raflagana.

6.5.2011

Kjarasamningar til ţriggja ára, kynniđ ykkur máliđ

Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði til þriggja ára við Alþýðusamband Íslands og landssambönd þess.

4.5.2011

Úttekt gerđ á raflögnum og rafbúnađi í skólum.

Síðastliðin ár hefur rafmagnsöryggissvið Mannvirkjastofnunar (áður Brunamálastofnun) látið skoða raflagnir tæplega tvöhundruð skóla víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar í skólum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara. Þessi úttekt á raflögnum í skólum er liður í viðleitni Mannvirkjastofnunar til að átta sig á almennu ástandi raflagna í mismunandi gerðum bygginga.

12.4.2011

Hagstofa Íslands leiđréttir vísitölu byggingakostnađar

Vísitala byggingakostnaðar verður leiðrétt 20. apríl vegna alvarlegrar villu í útreikningum Hagstofunnar á vísitölunni. Samtök iðnaðarins bentu Hagstofunni á ósamræmi milli þróunar vinnuliðs vísitölunnar og almennrar þróunar á markaði. Í kjölfarið endurskoðaði Hagstofan útreikningana. Talið er að vísitalan sé rúmlega 4 prósentum of lág vegna kerfisbundins vanmats á launakostnaði vísitölunnar frá mars 2010. 

29.3.2011

Vilja ađ ríkiđ endurgreiđi iđnađarmálagjald

Höfðað hefur verið dómsmál í Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu fyrir hönd 75 aðila í byggingariðnaði þar sem þess er krafist annars vegar að álagning iðnaðarmálagjalds vegna ársins 2010 verði felld úr gildi og hins vegar að ríkinu verði gert að endurgreiða álagt iðnaðarmálagjald vegna áranna 2007 til 2009 auk málskostnaðar.

28.3.2011

Er ekki kominn tími til ađ tengja íslenska raforkukerfiđ viđ kerfi grannríkjanna?

Næsti kvöldfyrirlestur í Rafiðnaðarskólanum verður haldinn 6.apríl næstkomandi og ber heitið: "Er ekki kominn tími til að tengja" íslenska raforkukerfið við kerfi grannríkjanna?

21.3.2011

Upplýsingafundur um Beinu brautina

Ţriðjudaginn 22. mars standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja, Félag atvinnu-rekenda, efnahags- og viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir upplýsingafundi um framvindu Beinu brautarinnar, samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan bankakerfisins.

8.3.2011

Fjölmenni á ađalfundi SART og ráđstefnunni Framtíđ ljóssins

Fjölmenni var á aðalfundi SART á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 4. mars sl.  Formaður SART, Jens Pétur Jóhannsson var endurkjörinn til tveggja ára og stjórn SART og framkvæmdastjórn var einnig endurkjörin. Aðalfundurinn samþykkti að stjórnin héldi áfram viðræðum við SI um sameiningu samtakanna. Niðurstöður viðræðna verða síðan kynntar og bornar upp í aðildarfélögum SART. Komi til þess að aðildafélögin samþykki sameiningu verður boðað til aukaaðalfundar SART í haust þar sem málið hlítur endanlega afgreiðslu. 

26.2.2011

Ađalfundur SART, föstudaginn 4. mars

Aðalfundur SART verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 4. mars nk. Fundurinn hefst kl. 09:00 árdegis.

17.2.2011

Nýju mannvirkjalögin - kynningarfundur

Samtök iðnaðarins efna til kynningafundur um nýju Mannvirkjalögin og nýstofnaða Mannvirkjastofnun í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík  kl. 8:30 til 10.00 miðvikudaginn 23. febrúar. Framsögumenn eru Steinunn Fjóla Sigurðardóttir lögfræðingur og Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, frá umhverfisráðuneytinu.

15.2.2011

Vinnustađaskírteini, stađa mála.

Margir eru að velta fyrir sér stöðu mála varðandi vinnustaðaskírteinin, hvort reglurnar hafi að fullu tekið gildi og hvort viðurlögum sé beitt.

8.2.2011

Ríkiskaup á morgunverđarfundi

Á morgunverðarfundi fimmtudaginn 10. febrúar nk. munu fulltrúar frá Ríkiskaupum mæta í kaffispjall. Auk þess að kynna starfsemi stofnunarinnar munu þeir m.a. ræða um viðhalds-verkefni ríkisins á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu og reynsluna af útboði á þjónustu verktaka í iðnaði. Þeir sem mæta frá Ríkiskaupum eru Júlíus S. Ólafsson forstjóri, Guðmundur I. Guðmundsson yfirlögfræðingur og Gísli Þór Gíslason verkefnastjóri. Að venju verður boðið uppá kaffi og bakkelsi úr bakaríinu.

Morgunverðarfundur SART
Dagur:                fimmtudaginn 10. febrúar nk.
Stund:                kl. 08:45 - 10:00
Staður:               Borgartún 35, 6. hæð

13.1.2011

Áhćttumat fyrir rafverktaka kynnt á morgunverđarfundi

Á morgunverðarfundi SART sem haldinn var fimmtudaginn 13. janúar sl. kynnti Leifur Gústafsson frá Vinnueftirliti ríkisins  gerð áhættumats fyrir raflagnavinnu sem stofnunin hefur unnið að í samstarfi við SART. Tilgangur með gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði  á vinnustað er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín, hvort sem er líkamlegu eða andlegu. Áhættumat starfa er viðamesta aðgerðin í verkinu.

12.1.2011

SA vilja samstöđu um atvinnusókn

Viðræður aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga eru nú komnar á skrið eftir að hafa legið niðri yfir jól og áramót. Í gær áttu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins fund með samninganefnd Alþýðusambands Íslands og í hádeginu í dag funduðu SA með leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Á fundum Samtaka atvinnulífsins með ASÍ og ríkisstjórninni lögðu SA fram samantekt vegna kjaraviðræðnanna þar sem sett eru fram meginmarkmið SA og yfirlit um þau mál sem samtökin vilja að ríkisstjórn og Alþingi taki til umfjöllunar og afgreiðslu samhliða gerð nýrra kjarasamninga.

Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré