Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

22.2.2010

Įhęttumat fyrir rafverktaka

Vinnueftirlit ríkisins hefur ákveðið að hefja vinnu við gerð áhættumats fyrir raflagnavinnu í samstarfi við SART. Áætlað er að vísir að gátlista geti legið fyrir í lok apríl. Tilgangur með gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði  á vinnustað er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín hvort sem er líkamlegu eða andlegu. Áhættumat starfa er viðamesta aðgerðin í verkinu.

16.2.2010

Heišursišnašarmašur įrsins 2009

Björgvin Tómasson orgelsmiður hlaut viðurkenninguna heiðursiðnaðarmaður ársins 2009 á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík þann 6. febrúar sl. Markmið hátíðarinnar er að efla virðingu fyrir störfum iðnaðar- og handverksmanna. Björgvin er löngu þekktur af verkum sínum. Hann hefur smíðað orgel fyrir kirkjur og félög víða um land. Smíðum hans hafa menn gefið nafnið listasmíð sem hann hefur hlotið einróma lof fyrir.

8.2.2010

Vķsitala byggingarkostnašar į nżjum grunni

Vísitala byggingarkostnaðar var birt á nýjum grunni þann 21. janúar síðastliðinn. Nýtt vísitöluhús liggur til grundvallar og fór vinna við magntöku þess fram í nánu samstarfi við reynda verktaka á byggingarmarkaði. Nýja vísitöluhúsið er 18 íbúða svalagangshús á höfuðborgarsvæðinu.

2.2.2010

Rķkiš stendur ekki viš lagalegar skuldbindingar sķnar

Brunamálastofnun hefur vakið athygli eigenda húsnæðis á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli á því að bráðabirgða-lög þau sem sett voru og heimiluðu notkun raflagna og raffanga samkvæmt amerískum stöðlum á svæðinu, renna út þann 1. október n.k. Eftir það verða öll raftæki og raflagnir í byggingum að vera í samræmi við íslenskar reglur. HS veitur hafa á undanförnum misserum lagt nýtt rafdreifikerfi á svæðinu og er því ætlað að leysa af hólmi eldra dreifikerfi sem er samkvæmt amerískum reglum. Það stendur ekki til að reka  tvöfalt dreifikerfi á svæðinu eftir að lögin falla úr gildi. 

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré