Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

13.12.2010

Úrlausn á skuldamálum lítilla og međalstórra fyrirtćkja

Á morgunverðarfundi SART, fimmtudaginn 16. desember nk. verður fjallað um væntanlegt samkomulag um úrlausn á skuldamálum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Frummælendur verða þeir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og Þórarinn Ingi Ólafsson forstöðumaður fyrirtækjalausna hjá Arion banka.

29.11.2010

Upplýsingar um desemberuppbót 2010

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbótin fyrir árið 2010 er kr. 46.800 fyrir flestar starfsgreinar þ.m.t. RSÍ, en verslunarmenn fá greiddar kr. 53.100.

22.11.2010

Viđhald og verđmćti fasteigna - í Reykjavík

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Íbúðalánasjóð býður öllum húseigendum á stór höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum á opið námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem standa nú þegar í viðhaldi á eignum sínum eða hafa hug á að hefja framkvæmdir.

7.11.2010

Vinnustađaskírteini fyrir félagsmenn SART - tökum allir ţátt !

SART hefur látið hanna vinnustaðaskírteini fyrir félagsmenn sína. Hægt er að nálgast skírteinin á innri vef samtakanna í "pdf"  formi og senda þau áfram til nánari vinnslu í prentsmiðju eða annara aðila sem framleiða vinnustaðaskírteini. Þá er einnig er hægt að nálgast skírteinin í  "word"  ef menn vilja ganga frá þeim sjálfir.

7.11.2010

Fréttatilkynning frá Samtökum atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á landsbyggðinni um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn dagana 9.-12. nóvember. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.

2.11.2010

Rafverktakar óttast verkefnaskort á Suđurnesjum

Fjöldi verkefna handan við hornið sem bíða ákvörðunar segir Hjörleifur Stefánsson formaður Rafverktakafélags Suðurnesja í viðtali við Víkurfréttir. Í félaginu eru 16 fyrirtæki og í iðninni eru starfandi um 100 rafvirkjar á Suðurnesjum.

2.11.2010

Fundaröđ SA um stöđu atvinnumála og vinnumarkađinn

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á landsbyggðinni um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn dagana 9.-12. nóvember. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.

13.10.2010

Vinnuverndarvikan 25. - 29. október 2010

Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli manna á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Vinnueftirlitið sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi.

15.9.2010

Ekki henda gamla NMT símanum.

Á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum hefur verið komið upp miklu safni fjarskiptatækja. Nú á að setja upp sérstakan bás með NMT kerfinu í heild sinni. Þar verða allar kynslóðir NMT sendanna og síðan er áhugi á að ná öllum tegundum símtækja sem hafa verið í notkun þennan tíma frá 1986, eða í 24 ár.

6.9.2010

Morgunverđarfundur - skattlagning fyrirtćkja

Á morgunverðarfundi SART fimmtudaginn 9. september n.k. mun Ásmundur G. Vilhjálmsson fjalla um nýlegar breytingar á skattlagningu fyrirtækja og hvaða áhrif þær hafa á fyrirtækin. Fundurinn er að venju haldinn í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 6. hæð frá kl. 08:45 - 10:00.

1.9.2010

Námskeiđ um viđhald og verđmćti fasteigna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður húseigendum og iðnaðarmönnum á opið námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna sem haldið verður á nokkrum stöðum um landið í vetur. Viðhald og verðmæti er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Íbúðalánasjóðs við sérfræðinga frá verkfræðistofum, Orkusetrinu, Rafiðnaðarskólanum, Húsi og heilsu, Iðunni - fræðslusetri og heimamenn í hverjum landshluta fyrir sig.

27.8.2010

Vinnustađaskírteini

Ţann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag SA og ASÍ um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Samkomulagið byggir á lögum nr. 42/2010 um sama efni  sem veita heildarsamtökum vinnumarkaðarins heimild til að semja um  hvaða starfsgreinar falli undir gildissvið laganna hverju sinni. Öllum atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn fái vinnustaðaskírteini þegar þeir hefja störf.

24.8.2010

Stuđningur viđ nýsköpunarfyrirtćki

Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (nr. 152/2009). Lögin kveða á um að fyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Opið er fyrir rafrænar umsóknir.

14.7.2010

Allir vinna - hvatning til framkvćmda

Allir vinna er hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir til að vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrætti vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Það eru stjórnvöld í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem standa að átakinu. Vakin er sérstök athygli á eftirfarandi:

22.6.2010

Breytt fyrirkomulag móttöku heimtauga frá OR.

Sú breyting hefur orðið á framkvæmd afgreiðslu heimlagna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að fyrirtækið  leggur ekki lengur til inntaksskápa, heldur aðeins ídráttarrör frá lóðarmörkum að húsvegg. Á þetta við um einbýlis- og raðhús, minni fjölbýlishús og sambærilegt húsnæði allt að 3000 m3. Það er því aftur orðið hlutverk rafverktakans að leggja til og koma fyrir aðaltöflu.

31.5.2010

Fundur - ţjónusta verktaka í iđnađi - Ríkiskaup

Í framhaldi af auglýstu rammasamningsútboði Ríkiskaupa "Viðhaldsverk ríkisins á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu - Þjónusta verktaka í iðnaði",  boða SART og SI til kynningar-fundar í samvinnu við Ríkiskaup um innihald útboðsins, fimmtudaginn 3. júní nk. kl. 08:30 í Borgartúni 35, 6. hæð.

30.5.2010

Almenn hćkkun launa 1. júní 2010

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði halda gildi sínu til nóvemberloka 2010. Þá hækka lágmarkskauptaxtar kjarasamninga sérstaklega þann 1. júní 2010. Þeir sem hærri laun hafa eiga rétt á 2,5% hækkun launa.

17.5.2010

Ríkiskaup bjóđa út ţjónustu verktaka í iđnađi...

Ríkiskaup standa fyrir útboði vegna þjónustu verktaka í viðhaldsþjónustu, endurnýjun og viðbótum á höfuðborgar-svæðinu. Heimilt er að bjóða í einstaka hluta viðkomandi iðngreinar í útboðinu. Um er að ræða verktaka í eftirtöldum iðngreinum: Blikksmiði, málara, málmiðnaðarmenn (aðra en blikksmiði), múrara, pípulagningamenn, rafiðnaðarmenn og trésmiði sem uppfylla allar lögboðnar kröfur til að starfa við iðn sína.

14.5.2010

Hagtölur rafgreina - maí 2010

Hagtölur rafgreina - maí 2010 eru komnar á vefinn. Lítilsháttar breyting hefur orðið á framsetningu hagtalna rafgreina frá því að þær voru birtar síðast. Nú er ekki lengur gerður greinar-munur á kostnaði við byggingu iðnaðarhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis heldur miðað við nýtt vísitöluhús samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands.

27.4.2010

Iđnađarmálagjald ólögmćtt

Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslensk lög um iðnaðarmálagjaldið standist ekki ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Um er að ræða mál, sem Vörður Ólafsson höfðaði gegn íslenska ríkinu en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2005 að álagning iðnaðarmálagjaldsins hefði verið lögmæt.

12.4.2010

Til hamingju ReMake Electric

Sprotafyrirtækið ReMake Electric sigraði í frumkvöðlakeppni Innnovit, Gulleggið 2010. Katrín Jakobsdóttir menntamála-ráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisins eina milljón króna í sigurlaun og Gulleggið við athöfn á Háskólatorgi á laugardaginn.

18.3.2010

Stađan á vinnumarkađi rafiđnađarmanna ...

Fyrir "hrun" var nánast ekkert atvinnuleysi í rafiðnað og hafði ekki verið um árabil. Þrátt fyrir að erlendir rafiðnaðarmenn voru nálægt 400 hér á landi þegar flest var 2007. Í nóvember 2008 eru svo skyndilega komnir 62 á atvinnuleysiskrá, það jókst síðan jafnt og þétt upp 340 í marz 2009 og var nokkuð stöðugt í þeirri tölu þar til í júní síðastliðið vor, þá fór að fækka á skránni, fór nokkuð niður fyrir 200. Ástæða þess var ekki betra atvinnuástand, heldur fóru margir í önnur störf eða til náms. 

18.3.2010

Sveinspróf í rafvirkjun í febrúar 2010

Sveinspróf í rafvirkjun voru haldin í febrúar 2010. Prófin fóru fram í Rafinaðarskólanum, Verkmenntaskólanum á Akureyri og í húsnæði að Stórhöfða 31, Reykjavík. Útkoma úr febrúarprófunum 2010 er svipuð og undanfarin ár. Af 64 próftökum stóðust 47 prófið eða 73%. Ef árangur eftir námsleiðum er skoðaður, kemur í ljós að endurtöku-próftakar eru 18 og af þeim ná aðeins 13, sem verður að teljast slakur árangur.

15.3.2010

Íslandsmót iđn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Smáralindinni 18. og 19. mars n.k. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin með víðtæku samstarfi atvinnulífs og skóla. Keppni af þessu tagi er fyrst og fremst ætluð til að kynna verknám fyrir ungu fólki. Einnig er þetta tækifæri fyrir ungt fólk til að nýta kunnáttu sem það hefur öðlast í skóla og starfi til að reyna sig við lausn verkefna í samkeppni við aðra.

8.3.2010

Samtök rafverktaka

Á aðalfundi SART sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 5. mars sl. var samþykkt að breyta nafni samtakanna í "Samtök rafverktaka".

6.3.2010

Ályktun ađalfundar SART

Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka,  haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn  5. mars 2010 ítrekar og mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá lýsir fundurinn vanþóknun sinni á framgöngu þeirra ráðherra og alþingismanna sem virðast hafa sett sér það eina markmið að setja fótinn fyrir fjárfestingar í virkjunum og stóriðju og hindra þannig framgang verklegra framkvæmda sem þjóðin kallar eftir. Aðalfundur SART skorar á þingmenn allra flokka að sameinast nú um heildarhagsmuni þjóðarinnar og láta verkin tala.

1.3.2010

Handbók um ÍST 200:2006 er komin út.......

Staðalvísir, Raflagnir bygginga, Handbók um ÍST 200:2006 er komin út. Handbókin sem er samvinnuverkefni Rafstaðlaráðs og SART er uppflettirit sem ætlað er til þess að skýra helstu ákvæði ÍST 200 og auðvelda þannig notkun hans. Handbókinni er ætlað að vera hjálpartæki lesandans til að öðlast betri skilning á ákvæðum ÍST 200 svo að hann geti tekið sjálfstæðar og rökstuddar ákvarðanir t.d. við hönnun og endanlega gerð raflagnar.

22.2.2010

Áhćttumat fyrir rafverktaka

Vinnueftirlit ríkisins hefur ákveðið að hefja vinnu við gerð áhættumats fyrir raflagnavinnu í samstarfi við SART. Áætlað er að vísir að gátlista geti legið fyrir í lok apríl. Tilgangur með gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði  á vinnustað er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín hvort sem er líkamlegu eða andlegu. Áhættumat starfa er viðamesta aðgerðin í verkinu.

16.2.2010

Heiđursiđnađarmađur ársins 2009

Björgvin Tómasson orgelsmiður hlaut viðurkenninguna heiðursiðnaðarmaður ársins 2009 á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík þann 6. febrúar sl. Markmið hátíðarinnar er að efla virðingu fyrir störfum iðnaðar- og handverksmanna. Björgvin er löngu þekktur af verkum sínum. Hann hefur smíðað orgel fyrir kirkjur og félög víða um land. Smíðum hans hafa menn gefið nafnið listasmíð sem hann hefur hlotið einróma lof fyrir.

8.2.2010

Vísitala byggingarkostnađar á nýjum grunni

Vísitala byggingarkostnaðar var birt á nýjum grunni þann 21. janúar síðastliðinn. Nýtt vísitöluhús liggur til grundvallar og fór vinna við magntöku þess fram í nánu samstarfi við reynda verktaka á byggingarmarkaði. Nýja vísitöluhúsið er 18 íbúða svalagangshús á höfuðborgarsvæðinu.

2.2.2010

Ríkiđ stendur ekki viđ lagalegar skuldbindingar sínar

Brunamálastofnun hefur vakið athygli eigenda húsnæðis á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli á því að bráðabirgða-lög þau sem sett voru og heimiluðu notkun raflagna og raffanga samkvæmt amerískum stöðlum á svæðinu, renna út þann 1. október n.k. Eftir það verða öll raftæki og raflagnir í byggingum að vera í samræmi við íslenskar reglur. HS veitur hafa á undanförnum misserum lagt nýtt rafdreifikerfi á svæðinu og er því ætlað að leysa af hólmi eldra dreifikerfi sem er samkvæmt amerískum reglum. Það stendur ekki til að reka  tvöfalt dreifikerfi á svæðinu eftir að lögin falla úr gildi. 

29.1.2010

Fyrsti samráđsfundur hagsmunasamtaka atvinnulífs

Samráðsfundur allra helstu hagsmunasamtaka atvinnulífs var haldinn þann 26. janúar s.l. en til fundarins var boðað af formönnum Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífs.  Auk þeirra tóku þátt fulltrúar Bílgreinasambandsins, Félags íslenskra stórkaupmanna, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samorku, Samtaka ferðaþjónustu, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fiskvinnslustöðva, Samtaka iðnaðar, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka fyrirtækja í rafiðnaði.

21.1.2010

Ástand raflagna í leikskólum

Síðastliðin þrjú ár hefur rafmagnsöryggissvið Brunamálastofnunar látið skoða raflagnir á annað hundrað leikskóla víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar í leikskólum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara.

7.1.2010

Ertu í stuđi ? Raunfćrnimat í rafiđngreinum

Nú þegar það er slaki á vinnumarkaðinum er upplagt fyrir menn sem hafa unnið í rafiðngreinum í mörg ár en ekki klárað sitt nám að fá stöðu sína metna og bæta síðan við það sem eftir er til að fara í sveinspróf í sínu fagi.

6.1.2010

Rafiđnađarskólinn flytur

Rafiðnaðarskólinn flytur í nýtt húsnæði að Stórhöfða 27 (3.hæð) núna í byrjun janúar. Vegna flutninganna verður skólinn lokaður fyrstu dagana í janúar, en tilkynnt verður hér á síðunni strax og opnunardagur á nýjum stað liggur fyrir. 

Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré