Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

28.12.2009

Af rafbylgjum og prjónakörlum......

Ekki sýndu prjónarnir enn að allt væri í lagi, nú vildi hann sjá "jarðtenginguna" á húsinu. Við fórum í kjallarann og ég sýndi honum spennujöfnunina. Þá sagði hann að ef við aftengdum jarðtenginguna milli heita og kalda vatnsins myndi mikið lagast en hann mætti ekki gera það, hann hefði ekki leyfi til þess, en þar sem ég væri rafvirki þá ættum við að prufa það og mæla svo.

22.12.2009

Dýr eru fátćkra manna ráđ ......

Ríkið hafnar óskum rafverktaka á útboðsmarkaði, um að komið verði til móts við þá vegna gengishruns íslensku krónunnar. „Þið getið farið með málið fyrir dómstóla ef ykkur sýnist svo", eru skilaboðin úr fjármálaráðuneytinu. „Dýr eru fátækra manna ráð" segir máltækið og það á svo sannarlega við í þessu máli.

14.12.2009

Íslenskt, einfalt og öruggt!

ReMake Electric er íslenskt nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki með alþjóðlegar og einfaldar lausnir á vörnum og upplýsingum um rafmagnsnotkun.  Fyrirtækið hóf sögu sína fyrir u.þ.b. 4 árum með hugmyndum um nýja kynslóð raföryggisvara.  Hilmir Ingi Jónsson hóf þá vöruþróunar- og einkaleyfisumsóknarferli fyrir sjálfvör með innbyggðum álagsmælingum annars vegar og hins vegar jarðraðtengi með innbyggðum lekastraumsskynjara.  Hilmir Ingi stofnaði svo ReMake Electric í framhaldi árið 2009.

7.12.2009

205 atvinnulausir rafiđnađarmenn í nóvember.

Ţetta er nánast óbreytt staða frá síðustu mánuðum, eða tæp 4%. Í október fyrir ári var nánast ekkert atvinnuleysi í rafiðnað og hafði ekki verið um árabil, þrátt fyrir að erlendir rafiðnaðar-menn hefðu verið nálægt 400 hér á landi þegar flest var. Í nóvember 2008 eru skyndilega komnir 62 á atvinnuleysisskrá, það jókst síðan jafnt og þétt upp 340 í mars og var síðan stöðugt í þeirri tölu þar til í júni, þá fór að fækka á skránni og fór niður í liðlega 200 og hefur staðið þar síðan.

4.12.2009

Ný sköpun á skjánum, jólaráđstefna Ský

Jólaráðstefna Ský verður haldin á Grand Hótel þriðjudaginn  8. desember kl. 13:00-17:00. Eftir ráðstefnuna verður "happy hour networking" tilboð á barnum fyrir þá sem vilja staldra við og eiga notalega stund saman og skoða sýningarbása tæknifyrirtækjanna. Skráningar fara fram í gegnum heimasíðu félagsins www.sky.is

1.12.2009

Launabreytingar og desemberuppbót

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði halda gildi sínu til nóvemberloka 2010. Það þýðir að umsamdar launabreytingar koma til framkvæmda frá 1. nóvember 2009 og 1. júní 2010. Í nóvember er annars vegar um að ræða 3,5% launaþróunartryggingu og hins vegar sérstaka hækkun lágmarkstaxta kjarasamninga. Þann 1. júní 2010 hækka laun um 2,5% en þá kemur einnig til sérstök hækkun lágmarkstaxta.

Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré