Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

27.11.2009

Mķla og Rafholt į Sušurnesjum ķ samstarf

Fyrirtækið Míla ehf., sem rekur fjarskiptanet allra landsmanna, hefur ákveðið að gera breytingar á starfsemi fyrirtækisins á Reykjanesi. Breytingarnar felast í því að samið hefur verið Rafholt ehf. um að vera þjónustuaðili á svæðinu. Frá og með næstu mánaðamótum mun Rafholt taka yfir þjónustu við viðskiptavini á viðkomandi svæði. Breytingin felur í sér að starfsmenn Mílu, þrír talsins,  færast til Rafholts. Þeir hafa margra ára reynslu af viðhaldi á fjarskiptakerfi Mílu á svæðinu og búa yfir mikilvægri þekkingu og reynslu á sviði fjarskipta.

24.11.2009

"Ranghugmyndir" Flóahrepps

Flóahreppur velur þá leið að hunsa lög og reglur varðandi útboð á raflögnum í viðbyggingu Flóaskóla. Rafverktakar fá viku til að skila inn „hugmyndum um heildarverð" verksins á grundvelli mjög takmarkaðra gagna. Ekki verður greitt fyrir innsendar hugmyndir og verkkaupi áskilur sér rétt til að taka eða hafna einstökum liðum.

17.11.2009

Lögleg žjónusta ķ heimabyggš

Rafverktakar hafa gegnum tíðina veitt fjölbreytta þjónustu, hver í sinni heimabyggð. Hagsæld hvers sveitafélags ræðst ekki síst af því að fyrirtækin hafi verkefni, geti viðhaldið störfum og þar með tekjum til samfélagsins. Nú þegar kreppir að er stjórnvöldum tíðrætt um að ráðast þurfi í mannaflsfrekar framkvæmdir í því skyni að sporna gegn yfirvofandi samdrætti í efnahagslífinu, en í því felst ákveðin þversögn.

16.11.2009

Öryggistrśnašarmenn og įhęttumat starfa

Virkt vinnuverndarstarf í fyrirtækjum er hornsteinn forvarna gegn vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum. Það stuðlar einnig að vellíðan í vinnu og bættum hag fyrirtækjanna.


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré