Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Rafeindavirkjun

Rafeindavirkjun er löggilt iðngrein sem ávallt skal rekin undir handleiðslu meistara. Rafeindavirkjar starfa m.a. við uppsetningu, viðhald og viðgerðir á rafeindatækjum, notenda- og tölvubúnaði. Þeir gera við almenn rafeindatæki til nota á heimilum t.d. útvarps-, hljómflutnings-, sjónvarps- og myndbandstæki og þann búnað sem tengist þeim m.a. loftnet, loftnetskerfi og gervihnattabúnað.

Žeir setja upp og gera við fjarskipta- og dreifikerfi t.d. endurvarpskerfi og búnað sem flytur upplýsingar í báðar áttir t.d. jarðstöðvar fyrir sjónvarpsmerki. Rafeindavirkjar setja upp og sjá um viðhald á tölvubúnaði og rafeinda- eða örtölvustýrðum búnaði sem honum tengist.

Žeir vinna við fjarskiptabúnað í farartækjum á landi, lofti og sjó t.d. talstöðvar, farsíma, staðsetningartæki, sjálfstýribúnað, ratsjártæki og fiskileitartæki. Rafeindavirkjar geta sérhæft sig í upptöku- og útsendingu efnis með kvikmyndatæki, myndbands-, eða segulbandstæki í hljóð- eða myndveri.

 

Hér er myndband um rafeindavirkjun

Til baka


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fręšsla » Rafeindavirkjun

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré